- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þá er búið að opna valið fyrir næstu önn, haustönn 2022. Við biðjum ykkur vinsamlegast um að huga tímanlega að því að fylla það út í INNU. Síðasti dagur til þess að skila inn vali er fimmtudagurinn 31. mars. Fyrsta árs nemar velja með Hámarkskennurum sínum, nemendur á starfsbraut velja með umsjónarkennurum sínum, auk nemenda á 2. ári en aðrir nemendur velja sjálfir. Alla daga þessarar viku er boðið upp á aðstoð við valið frá kl. 11-13 á svokölluðu Námstorgi í anddyri skólans þar sem umsjónarkennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur verða til taks fyrir nemendur og til leiðsagnar – um að gera að þiggja það.
Við vekjum athygli á því að næsta föstudag, föstudaginn 25. mars, er uppsópsdagur hinn síðari á önninni. Þetta þýðir að það er engin kennsla þennan dag en starfsfólk og nemendur skólans geta nýtt daginn til að vinna upp verkefni, læra fyrir næsta próf eða undirbúa sig fyrir síðustu vikurnar fyrir páskafrí. Það er von okkar að dagurinn nýtist öllum, ekki síst til að slaka á og hlaða batteríin.
Hér má lesa bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum í dag.