- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Nú er valviku um það bil að ljúka en enn eiga margir nemendur eftir að ganga frá vali. Allir nemendur á 2., 3. og 4. ári við skólann eiga að velja og staðfesta þannig áframhaldandi skólavist á næstu önn. Það er því mikilvægt að gefa sér tíma og fara inn á INNU, smella á hnappinn VAL, velja VORÖNN 2022 og setja á sig áfanga. Svo þarf að muna að staðfesta í lokin.
COVID-19 smit eru að greinast hér eins og í öðrum framhaldsskólum á landinu og um nýliðna helgi greindist smit í nemendahópnum. Nemandinn var ekki í sóttkví þegar hann greindist og var í skólanum fyrir helgi. Hann er sem betur ekki með mikil einkenni og er heima við í einangrun. Samkvæmt rakningarteymi er ekki þörf á að setja stóra nemendahópa í sóttkví vegna þessa en engu að síður er mikilvægt að ef einhverjir finna fyrir einkennum eða eru veikir að drífa sig í skimun og vera heima þangað til að niðurstaða fæst. Einnig, og ávallt, er mikilvægt að huga vel að persónulegum sóttvörnum.
Gangi ykkur vel!
Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum.