Vantar þig tækniaðstoð?

Sindri er nýr kerfisstjóri í Flensborgarskóla. Nemendur geta óskað eftir aðstoð hans ef upp koma tæknivandamál í náminu, t.d. í tengslum við Office 365. Sindri er til taks alla virka daga frá 8:30 til 16 í stofunni sem merkt er Tölvuumsjón við hliðina á stofu M207 (gengið inn um sóttvarnarhólf II). Það er líka velkomið að senda honum fyrirspurn á netfangið sindri@flensborg.is.

Fyrir þá sem vilja spjalla um eitthvað annað en tæknilega örðugleika við Sindra má geta þess að hann hefur gaman af því að ferðast, stunda íþróttir, spila tölvuleiki og eyða tíma með góðum vinum. Áður en Sindri kom til okkar vann hann hjá Vodafone og lauk námi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.