Vel heppnað Flensborgarhlaup!
21.09.2022
Flensborgarhlaupið var haldið í gær í 10. sinn, eftir þriggja ára hlé. Að venju er hlaupið styrktarhlaup en hefð hefur skapast fyrir því að styðja við ungt fólk með einhverjum hætti. Að þessu sinni hlýtur verkefnið Ungt fólk og sorgin hjá Sorgarmiðstöðinni góðs af hlaupinu og fær ágóðann afhentan innan skamms. Um 210 hlauparar voru skráðir til leiks og voru aðstæður til hlaups góðar. Hlaupaleiðin meðfram strandlengjunni er bæði hröð og greið og það glitti meira að segja í sól í upphafi hlaups sem vakti mikla ánægju meðal hlaupara. Það gladdi líka að sjá hversu margir sjálfboðaliðar, bæði úr hópi nemenda og starfsfólks, komu að allri vinnu á hlaupsstað, og skapaðist mikil stemning á Strandgötunni, bæði fyrir og eftir hlaup. Úrslit í öllum flokkum má sjá á timataka.net en veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir bestan árangur framhaldsskólanemanda og var það að þessu sinni Viktor Leví Andrason, nemendi Flensborgarskólans sem fór hraðast yfir úr þeim hópi.
Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Í 5 km hlaupi kvenna, 20 ára og yngri sigraði Þórey Mjöll Guðmundsdóttir og hljóp á rúmum 22 mínútum. Áróra Eyberg Valdimarsdóttir var í öðru sæti á tímanum 32:24.
Í 5 km hlaupi karla, 20 ára og yngri sigraði Brimir Norðfjörð og hljóp á tímanum 19:35. Í öðru sæti var Kolbeinn Tumi Árnason á tímanum 25:38 og í þriðja sæti Sigfús Þór Elíasson á tímanum 25:55.
Í 5 km hlaupi kvenna, eldri en 20 ára sigraði Guðrún Harðardóttir sem hljóp á tímanum 22:43. Í öðru sæti Aldís Arnardóttir á tímanum 23:27 og í þriðja sæti Lovísa Ósk Þrastardóttir á tímanum 24:07.
Í 5 km hlaupi karla, eldri en 20 ára sigraði Hlynur Ólason á tímanum 17:03. Ásgeir Bjarnason var í öðru sæti á tímanum 18:46 og í þriðja sæti var Ivar Jósafatsson á tímanum 19:52.
Í 10 km hlaupi karla, 20 ára og yngri sigraði Viktor Leví Andrason á tímanum 49:57. Í öðru sæti var Gissur Steinn á tímanum 52:50 og í þriðja sæti Bjarki Fannar Magnússon á tímanum 55:55.
Í 10 km hlaupi kvenna, eldri en 20 ára sigraði Sylvi Thorstenson á tímanum 45:36. Í öðru sæti var Valgerður Rúnarsdóttir á tímanum 50:12 og í þriðja sæti Unnur Þorláksdóttir á tímanum 52:22.
Í 10 km hlaupi karla, eldri en 20 ára sigraði Eric Contant á tímanum 40:41. Í öðru sæti var Björgvin Ingi Ólafsson á tímanum 41:25 og í þriðja sæti Stefán Andri Stefánsson á tímanum 41:27.
Bestu þakkir eru færðar þeim sem komu að skipulagningu hlaupsins og allri umgjörð á hlaupsstað. Einnig helstu styrktaraðilum sem að þessu sinni voru Hafnarfjarðabær, Landsbankinn, Altís, Golfklúbbur Setbergs, KFC, Arka, MS, Brikk, Ölgerðin, Pylsubarinn, Snjóís og fleiri.
Fleiri myndir úr hlaupinu verða birtar á facebook síðu skólans á næstu dögum.