Vel lukkuð Kaupmannahafnarferð

Nemendur í ferðaáfanga í dönsku hafa átt góða daga í Kaupmannahöfn síðustu daga. Þau hafa meðal annars séð höll konungsins og lífvarðaskipti, gengið um Kristjanía og Nýhöfn, séð litlu hafmeyjuna, Rósenborgarhöll, Strikið og margt fleira. Ferðin hefur í alla staði gengið vel, allir ánægðir og betur áttaðir um Kaupmannahöfn en fyrir fimm dögum síðan.