Vikan framundan - fylgist vel með breytingum

Í vikunni framundan er áætlað að kenna þau fög sem eiga að vera í húsi samkvæmt áætlun en bæta stærðfræði og eðlisfræði við.

Þau fög sem verða því kennd í húsi í næstu viku samkvæmt stundaskrá eru:

Íslenska, enska, danska, þriðja tungumálið, hámark eldri nema, bóklegar íþróttir, stærðfræði og eðlisfræði.

Kennt er samkvæmt stundaskrá að venju, einhverjar stofubreytingar eru áætlaðar en kennarar koma til með að upplýsa sína nemendur um stofuskipan á Innu.

Við framfylgjum áfram grímuskyldu og leggjum mikla áherslu á sóttvarnir.

Við viljum vekja athygli á að í ljósi fjölgunar kórónaveirusmita geta allar áætlanir okkar brugðist verði gripið til harðari aðgerða. Því biðjum við ykkur um að fylgjast vel með upplýsingum hér eða á facebook síðu skólans um helgina.

Hér er hægt að lesa bréf sem fór til nemenda og forráðamanna fyrir helgina.