Vikan framundan - kennslufrí á mánudag

Í næstu viku er komið að eftirtöldum greinum hingað í hús:

Enska
Danska
Þriðja tungumálið (spænska, franska og þýska)
Íslenska
Íþróttir – bóklegur áfangi
Verklegar greinar 
Hámark –  nemendur á 2. ári

Kennslan byrjar með hefðbundnu sniði á þriðjudaginn en á mánudaginn verður engin kennsla, hvorki staðkennsla né fjarkennsla. Dagurinn getur nýst nemendum í verkefnavinnu og líka verið dagur þar sem fólk nýtur þess að sofa út og safna kröftum.

Nemendur og forráðamenn fengu tölvupóst í dag með öllum helstu upplýsingum. Það má lesa hér.

Vegna fjölgunar smita að undanförnu þurfum við áfram að huga vel að sóttvörnum; inn og út úr sóttvarnarhólfum og hendur og helstu snertifletir sótthreinsaðir.

Eigið góða helgi.