- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Vörumessa ungra frumkvöðla fór fram liðna helgi í Smáralindinni. Þar tóku um 700 framhaldsskólanemendur víðs vegar af landinu þátt og kynntu sínar viðskiptahugmyndir. Þau höfðu stofnað 160 fyrirtæki í kringum þær hugmyndir sem þau hafa unnið með á önninni.
Flensborgarskólinn átti þar 25 nemendur og sjö fyrirtæki sem höfðu ólíkar áherslur:
Hafnet - Varan er poki gerður úr notuðu fiskneti eða afgangsbútum á fiskneti. Sniðugt undir sundfötin, innkaupin eða hvað sem er
Hengill - Varan er fataslá fyrir föt sem eru of hrein fyrir gólfið og stólinn en of óhrein fyrir skápinn
Kvitt - Varan er hönnun á drykk í formi orkuskots þar sem aðal hráefnið er þari
Abella skart - Vörurnar eru armband, hálsmen og eyrnalokkar með perlum sem hafa hver sína eigin merkingu
Bergmál - Varan er glasamotta sem er gerð úr íslensku grjóti sem kemur frá vinsælum ferðamannastöðum á landinu
Food fox - Varan er smáforrit sem hjálpar fólki að finna afslátt af mat á svæðinu. Gefur fyrirtækjum tækifæri til að losa sig við ,,gamlan" mat sem annars myndi ekki seljast með því að setja afslátt á hann og setja inn upplýsingar í smáforritið
Svak - Varan er smáforrit þar sem notendur fá skilaboð í símann sinn og þurfa að svara fimm spurningum á nokkrum mínútum, ef menn eru of seinir að svara fá þeir ekki að taka þátt þann dag. Hægt verður að spila í deildum með vinum sínum þar sem keppt verður um fyrsta sæti.
Samkvæmt Ósk, kennara í frumkvöðlafræði, gekk vörumessan afar vel, nemendur Flensborgarskólans voru til sóma og höfðu gaman af að kynna sínar vörur.