- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Gleðilegt ár kæru nemendur og foreldrar.
Nú er undirbúningur skólastarfs fyrir vorönn 2023 í fullum gangi. Stundatöflur nemenda verða birtar á INNU síðar í dag og fyrsti kennsludagur annarinnar er á föstudaginn en þá er kennt samkvæmt hraðtöflu frá kl. 09:00. Árni Stefán áfangastjóri sendir nemendum nánari upplýsingar um kennslu þann dag. Mánudaginn 9. janúar fer kennsla svo fram samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.
Það er alltaf mikilvægt að byrja önn vel, mæta með öll námsgögn frá og með fyrsta tíma, kynna sér námsefni áfangans vel og fyrirkomulag námsmats og fylgjast vel með tilkynningum varðandi námið í INNU. Bókalista fyrir hvern áfanga má sjá á INNU.
Með hækkandi sól fer svo félagslíf nemenda aftur á flug. Framundan eru keppnir í Gettu betur og Morfís og svo fer glæsileg árshátíð NFF fram í mars. Í því samhengi er mikilvægt að minna á heimasíðu skólans, flensborg.is og síður skólans á samfélagsmiðlunum en þar má finna allar helstu fréttir úr skólastarfinu, auk upplýsinga um skólastarfið á önninni, námið almennt og þá þjónustu sem skólinn veitir nemendum sínum.
Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum fyrr í dag.