01.10.2024
Í dag, 1. október, fagnar Flensborgarskólinn 142 ára afmæli.
24.09.2024
Skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum tölvupóst áðan þar sem stiklað er á stóru varðandi skuldbindingu við nám, stuðning í námi, nýnemadansleik og nýafstaðið Flensborgarhlaup. Þá er afmæli skólans framundan, en þriðjudaginn 1. október verður nemendum boðið upp á köku, samtal um skólastarfið og þá verður Pieta samtökunum afhentur ágóði Flensborgarhlaupsins.
24.09.2024
Nemendur í líffræðihópum í skólanum heimsóttu Hafrannsóknarstofnun á degi íslenskrar náttúru ásamt Hólmfríði Sigþórsdóttur líffræðikennara.
18.09.2024
Við buðum h-eldri Flensborgurum til hádegisverðar og á stutta kynningu um skólastarfið.
18.09.2024
Flensborgarhlaupið fór fram í gær. Metþátttaka var í hlaupinu að þessu sinni og hlaupið var til styrktar Pieta samtakanna.
13.09.2024
Nemendur í framhaldsáfanga í lífeðlisfræði eru þessa dagana að læra um meltingu.
13.09.2024
Nemendur í fjölmiðlafræði fóru í skemmtilega heimsókn í fjölmiðlasamsteypuna Sýn þar sem Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, tók vel á móti þeim.
05.09.2024
Við vorum öll bleik á þriðjudaginn og sýndum þar með samhug með fjölskyldu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum um nýliðna helgi, samnemendum hennar í Verzlunarskóla Íslands og starfsfólki.
03.09.2024
Bréf þetta er sent á alla foreldra nemenda skólans í þeirri viðleitni að bregðast við umræðu um aukinn vopnaburð og auknar áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna.
27.08.2024
Skólastarfið fer vel af stað og eru nú allir nemendur komnir með fasta stundatöflu. Við leggjum áherslu á að leggja alúð við skólastarfið alveg frá fyrsta degi, þ.e. að mæta vel í tíma, með bækur og ritföng og vinna heimavinnuna jafnt og þétt.