Flensborgarskólinn fagnar 142 árum

Í dag, 1. október, fagnar Flensborgarskólinn 142 ára afmæli. 

Fréttir úr skólastarfinu - nýnemadansleikur, stuðningur við heimanám og afmæli skólans

Skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum tölvupóst áðan þar sem stiklað er á stóru varðandi skuldbindingu við nám, stuðning í námi, nýnemadansleik og nýafstaðið Flensborgarhlaup. Þá er afmæli skólans framundan, en þriðjudaginn 1. október verður nemendum boðið upp á köku, samtal um skólastarfið og þá verður Pieta samtökunum afhentur ágóði Flensborgarhlaupsins.

Nemendur í líffræði heimsækja Hafrannsóknarstofnun

Nemendur í líffræðihópum í skólanum heimsóttu Hafrannsóknarstofnun á degi íslenskrar náttúru ásamt Hólmfríði Sigþórsdóttur líffræðikennara.

H-eldri Flensborgarar í heimsókn

Við buðum h-eldri Flensborgurum til hádegisverðar og á stutta kynningu um skólastarfið.

Flensborg hleypur til góðs

Flensborgarhlaupið fór fram í gær. Metþátttaka var í hlaupinu að þessu sinni og hlaupið var til styrktar Pieta samtakanna.

Spilafjör í lífeðlisfræði

Nemendur í framhaldsáfanga í lífeðlisfræði eru þessa dagana að læra um meltingu.

Heimsókn fjölmiðlafræðinema í Sýn

Nemendur í fjölmiðlafræði fóru í skemmtilega heimsókn í fjölmiðlasamsteypuna Sýn þar sem Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, tók vel á móti þeim.

Fréttir úr skólastarfinu - ofbeldi er aldrei liðið

Við vorum öll bleik á þriðjudaginn og sýndum þar með samhug með fjölskyldu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum um nýliðna helgi, samnemendum hennar í Verzlunarskóla Íslands og starfsfólki.

Bréf sent á alla foreldra nemenda við Flensborgarskólann vegna umræðu um aukinn vopnaburð ungs fólks og ofbeldismál

Bréf þetta er sent á alla foreldra nemenda skólans í þeirri viðleitni að bregðast við umræðu um aukinn vopnaburð og auknar áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna.

Fréttir úr skólastarfinu - stuðningur og þjónusta við nemendur, nýnemaferð á morgun, kynningarfundur fyrir foreldra nýnema 10. september og fleira

Skólastarfið fer vel af stað og eru nú allir nemendur komnir með fasta stundatöflu. Við leggjum áherslu á að leggja alúð við skólastarfið alveg frá fyrsta degi, þ.e. að mæta vel í tíma, með bækur og ritföng og vinna heimavinnuna jafnt og þétt.